Skilmálar


Starfsfólk Námsgagnastofnunar mun ekki ritstýra eða ritskoða efni sem sent er inn á vendikennsla.is. Höfundar þurfa aðeins að staðfesta að þeir eigi höfundarrétt að öllu efninu eða hafi samþykki rétthafa fyrir birtingunni. Hver innsendur þáttur má vera allt að 10 mín. Engar auglýsingar mega vera í efninu eða tenglar á vefsíður fyrirtækja. Gagnlegt gæti verið fyrir höfunda að kynna sér Gátlista Námsgagnastofnunar. Efnið á vendikennsla.is er opið öllum án endurgjalds.